137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

umræða um Icesave.

[16:10]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Björgvin G. Sigurðsson hafði eftir hæstv. fjármálaráðherra að þetta mál yrði að sjálfsögðu rætt við fyrsta mögulega tækifæri. Ég hef ekki enn þá fengið svör við þeirri spurningu minni: Er það sem hæstv. fjármálaráðherra er að vísa til sem fyrsta mögulega tækifæri fyrir eða eftir undirritun samningsins? Og það sem er lykilatriði í þessu máli: Fær þingheimur tækifæri til að ræða þetta mál áður en undirritunin fer fram eða ekki? Ég tek undir þá kröfu sem hér hefur komið fram ítrekað, virðulegur forseti, sem ég get með ánægju upplýst að ég kaus sem forseta hæstv. Alþingis í þeirri trú og ég veit þeirri vissu að hæstv. forseti ætlar að gegna því embætti í þágu (Forseti hringir.) alls þingheims, en hvers vegna beitir virðulegur forseti sér ekki fyrir því að leyfa umræðu um þetta nú þegar og slítur fundi?