137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

umræða um Icesave.

[16:27]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Frú forseti. Ég ítreka enn og aftur það sem búið er að fara fram á, að þessum fundi verði slitið og að við förum að ræða þetta mál af alvöru. Hér erum við í raun að eyða öllum okkar tíma og krafti í að þrefa um hvernig skuli staðið að málum. Það er alveg klárt í mínum huga að það er mjög mikilvægt fyrir stjórn og stjórnarandstöðu að standa saman á þessum erfiðu tímum. En því miður hefur stjórnin valið þá aðferð að kynna eingöngu fyrir stjórnarandstöðunni málin, annaðhvort í dagblöðunum eða í útvarpi, og það er nánast skammarlegt, eins og hefur verið sagt hér, að það er verið að biðja menn um trúnað og síðan þegar menn eru að ræða trúnaðinn inni á þingflokksfundum kemur viðtal við hæstv. forsætisráðherra í fréttunum.

Það er líka mjög dapurlegt vegna þess að örfáum mínútum áður eða hálftíma áður þá spurði hv. þm. Þór Saari forsætisráðherra að því, háttvirtan, hvernig þessu liði ...

(Forseti (ÁRJ): Hæstvirtan.)

Hæstvirtan, fyrirgefðu — að þá (Forseti hringir.) fullvissaði hún hann um það að þetta yrði kynnt fyrir þingflokkunum áður en að ...