137. löggjafarþing — 16. fundur,  8. júní 2009.

erindi frá kröfuhöfum vegna íslensku bankanna.

[15:06]
Horfa

viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon):

Virðulegi forseti. Til að taka af öll tvímæli er rétt að hér komi fram að ég veit auðvitað ekki nákvæmlega hvernig kröfuhafar eða aðrir haga sínum samskiptum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, hvort þeir gera það bréflega eða munnlega. Það getur auðvitað vel verið að menn hafi skrifað einhver bréf. En ég endurtek að mér er ekki kunnugt um að íslensk stjórnvöld hafi orðið fyrir neinum þrýstingi í kjölfar slíkra bréfaskipta eða annarra samskipta.