137. löggjafarþing — 17. fundur,  9. júní 2009.

störf þingsins.

[13:32]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Það er mikilvægt að læra af sögunni en horfa jafnframt fram og læra af reynslunni. Mig langar því að spyrja hv. formann Framsóknarflokksins, og áskil mér reyndar rétt til að spyrja fleiri formenn stjórnarandstöðuflokka sömu spurningar síðar meir: Hvaða lærdóm dregur nýr formaður Framsóknarflokksins af einkavæðingu ríkisbankanna á síðasta áratug og hvernig sér hann fyrir sér að eignarhaldi á nýju ríkisbönkunum verði háttað í framtíðinni?