137. löggjafarþing — 17. fundur,  9. júní 2009.

fyrirkomulag umræðu um störf þingsins.

[14:04]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Álfheiði Ingadóttur að þetta er auðvitað mjög óþægileg staða sem upp er komin þegar nú liggur fyrir að það er alger óvissa um hvort það sé þinglegur meiri hluti á bak við einhverja stærstu fjárhagslegu skuldbindingu sem ríkisstjórn Íslands hefur nokkru sinni undirritað. Það er alger óvissa um (Forseti hringir.) hvort þingið muni staðfesta þetta og það er nauðsynlegt.

(Forseti (ÁRJ): Fundarstjórn forseta.)

Virðulegi forseti. Með skírskotun til fundarstjórnar forseta — að fá einhvern veginn upplýsingar. [Hlátur í þingsal.]