137. löggjafarþing — 17. fundur,  9. júní 2009.

fyrirkomulag umræðu um störf þingsins.

[14:07]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Ég er ekki hissa á að það hafi farið fram hjá hæstv. forseta að ég bað um orðið því að hæstv. forseti var svo upptekin af því að setja ofan í við hv. þm. Birki Jón Jónsson. Það er einmitt erindi mitt hingað upp í ræðustól að gera athugasemd við það hvernig forseti truflaði hv. þingmann í að reyna að koma á framfæri skoðunum sínum um þetta mikilvæga mál sem er það að þingið fái að leiða til lykta mál sem hér var til umræðu. Það hlýtur að varða fundarstjórn forseta ef forseti kemur í veg fyrir að þingmenn geti fengið að ræða mál til enda.