137. löggjafarþing — 18. fundur,  11. júní 2009.

ummæli Evu Joly.

[10:47]
Horfa

Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Sf):

Frú forseti. Ég vil þakka hæstv. forsætisráðherra kærlega fyrir þessi skýru og afdráttarlausu svör sem hún gefur við fyrirspurn minni. Ég tel þetta afar mikilvæga yfirlýsingu sem hér er veitt af hálfu hæstv. forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar til þess að eyða þeirri tortryggni og vantrú sem virtust hafa skapast meðal almennings í kjölfar frétta sem bárust í gær eftir viðtalið við Evu Joly.

Ég þakka því hæstv. ráðherra enn og aftur fyrir skýr og afdráttarlaus svör og er þess fullviss að með þessari yfirlýsingu muni hæstv. ríkisstjórn veita það fjármagn sem þarf til þess að þessi rannsókn verði gerð með fullnægjandi hætti og í anda þeirra krafna sem Eva Joly hefur sett fram.