137. löggjafarþing — 18. fundur,  11. júní 2009.

nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála.

88. mál
[12:08]
Horfa

Flm. (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrst hæstv. ráðherra vill nota tímann sem við höfum til þess að ræða um efnahagstillögur sem fyrst og fremst horfa til framtíðarinnar, til þess að gera upp við atburðarásina í tengslum við hækkun húsnæðislána, get ég nú varla staðist að rifja upp að hæstv. forsætisráðherra var meðal þeirra þingmanna á þeim tíma sem hvað helst barðist fyrir því að málin næðu fram að ganga. Hún vildi jafnvel ganga lengra í nefndarstarfi á þinginu. (GÞÞ: Og öll Samfylkingin.)

Ég held að þegar öllu er á botninn hvolft hafi það eftir atvikum helst verið þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem guldu varhuga við þessari leið.

Ég man vel eftir þingflokksfundum okkar sjálfstæðismanna þegar við vorum að afgreiða málið. Það voru miklar efasemdir um að við færum fram af nægilega mikilli varkárni og fengum m.a. ágæta ráðgjöf frá núverandi hv. þm. Tryggja Þór Herbertssyni (Forseti hringir.) sem hafði sérstakan vara á því að fara þessa leið. (Forseti hringir.) Það er dálítið annað en núverandi forsætisráðherra. (Gripið fram í.)