137. löggjafarþing — 18. fundur,  11. júní 2009.

nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála.

88. mál
[12:46]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vona að ég sé ekki ómálefnalegur þegar ég leyfi mér að halda því fram að þetta andsvar hv. þingmanns sýni stefnubreytingu hjá honum, þ.e. hann virðist vera að kalla eftir evrunni. Ég taldi alltaf að hv. þm. Pétur H. Blöndal (Gripið fram í.) væri andstæður henni og spyr hv. þingmann vegna þess að þetta er auðvitað tóm vitleysa með 30 árin og hefur verið marghrakið: Er það svo að ef mér tekst að sýna fram á að hægt yrði að taka upp evru hér á landi eftir 4–6 ár, ef þingsályktunartillögur sem liggja fyrir til vinnslu í þinginu yrðu samþykktar í sumar, mundi hann þá taka evrunni fagnandi? Er hann að segja mér það?