137. löggjafarþing — 18. fundur,  11. júní 2009.

nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála.

88. mál
[16:14]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það gleður mig að hér heyrðum við jafnvel enn þrengri tímamörk en við settum okkur. Það er þá mjög brýnt að farið verði að hóa saman því fólki sem á að fjalla um þær tillögur sem menn gætu notað í þessa vinnu, sem á, samkvæmt því sem ég heyri nú í fyrsta skipti, að birta þann 20. júní. Ég vona sannarlega að sú tímasetning standist vegna þess að vandinn hleðst upp og er sífellt að verða alvarlegri.

Ég á þá von á því að við sjálfstæðismenn fáum einhver skilaboð næstu daga um hvenær menn vilja hittast og setjast yfir hugmyndir.