137. löggjafarþing — 19. fundur,  15. júní 2009.

framlagning mála ríkisstjórnarinnar, dagskrá þingsins o.fl.

[15:47]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill benda hv. þingmönnum á að drög að dagskrá þingsins fram til loka júnímánaðar eru á heimasíðu Alþingis. (Gripið fram í.) Einnig vill forseti geta þess að á þingflokksformannafundi í hádeginu var upplýst um fundastörfin þessa vikuna. Gert er ráð fyrir fyrirspurnafundi á morgun og einnig er búið að upplýsa um önnur dagskrármál út vikuna. Forseti vill geta þess, og hún skilur hv. þingmenn mjög vel að þeir vilji fá nánari upplýsingar um þinghaldið, að þær upplýsingar sem forseti hefur um þau mál sem eru væntanleg inn í þingið eru þær að ríkisfjármálin muni koma inn í þingið í lok þessarar viku.