137. löggjafarþing — 19. fundur,  15. júní 2009.

stjórn fiskveiða.

34. mál
[16:43]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Árna Johnsen fyrir. Hann deilir því með mér að ég hef áhyggjur af þessum 12 tímum og tel mjög nauðsynlegt að það verði skoðað milli 2. og 3. umr.

Annars vil ég bara segja um þetta frumvarp að ég tel það ekki vera hrákasmíði. Eflaust á reynslan í sumar eftir að sýna fram á að ýmislegt megi bæta þar og laga. Ég hef heyrt í fjölda sjómanna sem eru tilbúnir að gera þessa tilraun með okkur og sjá hvernig þetta kemur út. Það eru miklar væntingar víða í sjávarbyggðum landsins og ég tel mjög brýnt að við þessar aðstæður látum við reyna á hvernig þetta kemur út.