137. löggjafarþing — 19. fundur,  15. júní 2009.

stjórn fiskveiða.

34. mál
[17:07]
Horfa

Frsm. meiri hluta sjútv.- og landbn. (Ólína Þorvarðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég biðst afsökunar ef ég hef misskilið þingmanninn og lagt honum orð í munn, það var ekki ætlunin.

Aðeins til þess að ljúka þessu varðandi Landhelgisgæsluna þá hefði kannski mátt skilja af síðustu orðum þingmannsins að þeir hefðu sjálfir óskað eftir því að koma á fund nefndarinnar. Það gerðu þeir ekki, það var tillaga sem kom eiginlega fram í framhjáhlaupi. Við því var brugðist með því að óska eftir áliti Landhelgisgæslunnar og lá það skriflega fyrir nefndinni áður en nefndarálit meiri hlutans var skrifað. En ég ítreka að það er að sjálfsögðu áhugavert og þarft að ræða um öryggismál sjómanna við til þess bæra aðila hvenær sem er.