137. löggjafarþing — 19. fundur,  15. júní 2009.

stjórn fiskveiða.

34. mál
[17:23]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Að sama skapi væri ákaflega fróðlegt að heyra hugmyndir hv. þm. Einars K. Guðfinnssonar um það hvernig hann sjái fyrir sér að hægt væri að tryggja nýliðun í sjávarútvegi, hvernig hann sjái fyrir sér að hægt sé að mæta tiltölulega nýlegum úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem felur í sér að lögin um stjórn fiskveiða á Íslandi mismuni þegnunum með alvarlegum hætti og brjóti á þeim mannréttindi, hvernig hann sjái fyrir sér að hægt sé að gera einhverjar þær breytingar á lögum um stjórn fiskveiða að það séu ekki byggðir í landinu þar sem íbúaþróun er neikvæð eins og hann talaði um, þar sem vinnslan dregst saman og þar sem veiðiheimildum fækkar.