137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

nýting orkulinda og uppbygging stóriðju.

[14:09]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek til máls undir liðnum um fundarstjórn forseta. Nú er það svo að frú forseti virðist túlka þingsköpin á allt annan hátt en hefur verið til siðs undanfarin ár ef ekki áratugi. Hún leyfir þingmönnum ekki að klára mál sitt og ávarpar þá ekki með réttum hætti. Ég óska eftir því að þingflokkur Framsóknarflokksins fái fund með frú forseta til að fara yfir þessi mál vegna þess að svona framkoma er algjörlega ólíðandi í þingsal Alþingis.