137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

upplýsingagjöf til þingnefnda.

[14:42]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að svara efnislega ásökunum hæstv. ráðherra, ég hef ekki leyfi til þess undir umræðu um fundarstjórn forseta. Hins vegar kom það alveg skýrt fram frá hæstv. ráðherra í ríkisstjórn að sú áætlun sem hæstv. fjármálaráðherra (Forseti hringir.) hefur lagt upp með gengur ekki eftir. (Forseti hringir.) Ég legg því til að forseti beiti sér fyrir því ... (Forseti hringir.)

(Forseti (ÞBack): Forseti vill áminna hv. þingmann um að hann er að taka til máls undir liðnum um fundarstjórn forseta og á að ræða hana.)

Virðulegur forseti. Ég er að beina því til hæstv. forseta að hún beiti sér fyrir því að þær upplýsingar sem bárust nákvæmlega núna verði teknar upp í þingnefnd. Er hægt að tala eitthvað skýrar um fundarstjórn forseta? Ég fer fram á að forseti geri þetta. Hæstv. ráðherra sagði hér að þessi áætlun stæðist ekki, (Forseti hringir.) þessi megavött væru ekki til. Við þurfum að taka þetta strax fyrir á sumarþinginu. Ég mælist til þess að virðulegur forseti beiti sér fyrir því.