137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

íslenska undanþáguákvæðið.

41. mál
[14:52]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Mig langaði bara til að minna hæstv. umhverfisráðherra á að Kína, Sádi-Arabía og Suður-Afríka eru á sama hnetti og Ísland. Raforka sem framleidd er með kolum, gasi og olíu í þessum löndum mengar gífurlega mikið miðað við raforku sem framleidd er á Íslandi á mengunarlausan hátt.

Ég skora á hæstv. umhverfisráðherra að gera heiminum grein fyrir þessu og bjóðast til að virkja eins og við mögulega getum án þess að ganga á náttúruna til þess að hjálpa mannkyninu. Það kom nefnilega fram í svari forvera hæstv. ráðherra að Kárahnjúkavirkjun sparar mannkyninu þvílíka mengun sem svarar til sexfaldrar mengunar Íslendinga af umferð.