137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

íslenska undanþáguákvæðið.

41. mál
[14:56]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Frú forseti. Ég vil örstutt leggja orð í belg í þessari umræðu. Ég vil taka undir þetta og spyrja um nálgun hæstv. umhverfisráðherra í svari hennar við fyrirspurninni.

Ég tel að við eigum að leggja okkar að mörkum. Við eigum að vera fyrirmynd í loftslagsmálum því að það rímar við almenna stefnu í þeim atvinnumálum sem við leggjum hér á hinu nýja Íslandi. Þess vegna tel ég að allar okkar aðgerðir, sama í hvaða ráðuneytum sem þau eru, eigi að stefna í sömu átt.