137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

íslenska undanþáguákvæðið.

41. mál
[14:58]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Gunnari Braga Sveinssyni að við getum ekki staldrað við þessa umræðu full fordóma í garð t.d. eins orðs sem er álver. Það er fullt af öðrum lausnum sem menga jafnvel miklu meira en álver og hægt er að nefna fjöldamörg dæmi þar um.

Við verðum að horfa á þessi mál frá heiðarlegum sjónarhóli, full bjartsýni á þá möguleika sem til staðar eru í atvinnumálum okkar. Þar vil ég sérstaklega horfa til þess að víða um land er ónýtt, sjálfbær, græn orka sem ekki er farin að skila arði og er eins og myllusteinn um háls sveitarfélaga víða um land. Því þurfum við að halda til haga.