137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

undirbúningur að innköllun veiðiheimilda.

6. mál
[15:24]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Sem endranær er ekki gott að alhæfa í pólitískri umræðu og ekki vil ég alhæfa um þá sem stunda sjóinn og þá sem reka útgerðir á Íslandi. Í þeim hópi er margt prýðisgott fólk sem fer fram af heilindum og því ber að halda til haga hér og nú. Hitt er annað mál að margir hafa leikið þessa grein mjög illa með fjárglæfrum. Aðalatriðið er þetta: Það er ekki pólitískt lýðskrum að reyna að ná sáttum í þessum mikilvæga atvinnuvegi landsmanna, það er brýnt að ná sáttum og ég hefði ekki viljað standa hér fyrir svo sem 20 árum og segja: Sem betur fer verður framsalsleiðin aldrei farin. Ég hefði viljað geta sagt fyrir svo sem eins og 20 árum: Þvílík ósköp sem sú leið hefur fært þjóðinni. (Gripið fram í: Flokkurinn þinn …) (BJJ: Þú getur þakkað Jóni …) (Gripið fram í.) (Forseti hringir.)

(Forseti (ÞBack): Hljóð í salnum.)