137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

efling þorskeldis.

65. mál
[15:56]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Frú forseti. Ég tek undir með þeim sem hér hafa talað að þorskeldi er gríðarlega mikilvægt. Það er líka mikilvægt núna og fyrir framtíðina að menn átti sig á því að það þarf að styðja enn frekar við þorskeldi núna vegna þess að nú eru erfiðleikar í rekstri fyrirtækjanna sem stundað hafa þetta þorskeldi. Þau hafa að hluta til verið að greiða með því þótt þau hafi fengið styrk frá ráðuneytinu sem er 500 tonna kvóti auk ýmissa styrkja en vandamálið hefur einmitt verið seiðaeldið, eins og hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom inn á, og það sem fylgir því. Það er gríðarlega mikilvægt að menn haldi áfram á sömu braut og eins og fram kom í máli hv. þm. Guðmundar Steingrímssonar hafa fyrirtæki á Vestfjörðum náð mikilli sérstöðu þarna. Það er gríðarlega mikilvægt að menn haldi henni og tapi ekki niður þeirri þekkingu og þeirri reynslu og þar er búið að byggja upp.