137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

vegaframkvæmdir á Vestfjörðum.

66. mál
[16:09]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Forseti. Ég tek undir og fagna því að ráðherrann hafi miklar áhyggjur af samgöngumálum á Vestfjörðum. Er full ástæða til eins og við þekkjum öll hér inni.

En mig langar að spyrja um annað. Hann nefnir stóran kafla, talar um Flókalund til Dýrafjarðar. Ég tel mikilvægasta vegarkaflann sem menn þyrftu að komast út úr á Vestfjörðum þann að tengja suðurfirði Vestfjarða við umheiminn.

Því varpa ég því til ráðherra hvort hann væri hugsanlega tilbúinn að skoða það að setja einhver sérstök lög um að taka þessa vegarkafla út úr því dapurlega ferli sem þeir eru búnir að vera í í mjög langan tíma og ekki sér fyrir endann á. Manni finnst í raun og veru ekki metin mikils búsetuskilyrði fólksins, og aðrir hlutir þvælast fyrir. Er ráðherrann tilbúinn til að skoða það (Forseti hringir.) sérstaklega í ljósi sögu þessa máls?