137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

malarvegurinn fyrir Melrakkasléttu.

76. mál
[16:35]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Sigmundur Ernir Rúnarsson) (Sf):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir ágætt svar en ég vil halda því til haga sem ég nefndi áðan að biðlund fólks eftir almennilegum samgöngum víða úti á landi er með ólíkindum. Samgöngur snúast, eins og ég gat um áðan, um lífskjarabætur og einföld og klár mannréttindi.

Ég leiði hugann að því sem mikilvægt er í þessu efni þegar við stöndum frammi fyrir mjög erfiðum niðurskurði á ríkisútgjöldum, hvort það verði niðurstaðan að þeir landshlutar sem búa við einna verstu samgöngur á landinu muni verða harðast úti þegar kemur til boðaðs niðurskurðar á samgöngumálum. Mig langar því að fá það á hreint frá hæstv. samgönguráðherra hvort hann muni ekki sjá til þess að einkum verði horft til þeirra svæða sem þurfa helst á mannsæmandi þjónustu að halda hvað vegamál snertir og þeim hlíft þegar kemur að boðuðum niðurskurði í vegaframkvæmdum.