137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

staðgöngumæðrun.

86. mál
[17:57]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég fullvissa hv. þingmann um að nefndin er að vinna ötullega að þessum málum. Því fer fjarri að hún sé að reyna að þegja þetta mál í hel, enda lagði hv. þingmaður ekki þann skilning í þetta starf. Ég segi ekki annað en það að ég mun koma ábendingum og hvatningu hv. þingmanns á framfæri við nefndarmenn.

Ástæðan fyrir því að ég hef þann fyrirvara á um niðurstöðu nefndarinnar að það kunni að taka vikur eða mánuði er einfaldlega sú að ég vil ekki vekja falskar væntingar. Ég held að hv. þingmaður hafi náð því takmarki sínu að vekja athygli á þessu málefni og koma þessari umræðu út í þjóðfélagið. Við erum sammála um nauðsyn þess.