137. löggjafarþing — 22. fundur,  18. júní 2009.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

35. mál
[14:29]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Frú forseti. Ég heyri að forseti tekur upp betri og hógværari siði gagnvart okkur. Það er vel. (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Gera grein fyrir atkvæði sínu.)

Við vonum það að minnsta kosti.

Við framsóknarmenn segjum já og mig langar að geta þess að á bændafundi á Hótel KEA á Akureyri rétt fyrir kosningar var þar staddur hæstv. þáverandi landbúnaðarráðherra og við framsóknarmenn skoruðum á hann að lengja í búvörusamningunum. Það vildi svo skemmtilega til að sólarhring seinna gaf hann út að það yrði gert. Við framsóknarmenn fögnum því að þessi lenging hafi átt sér stað vegna þess að í þessari búgrein skiptir öllu máli að menn geti séð fram í tímann. Margir hafa farið í uppbyggingu á búum sínum og út í miklar fjárfestingar þannig að þetta er jákvætt skref. Ég segi já.