137. löggjafarþing — 22. fundur,  18. júní 2009.

breyting á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðsins.

89. mál
[15:10]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil minna hv. þingmann á að þetta var nú eitt af því sem lagt var fram í skýrslu Finnans Jännäris sem eitt aðalmálið, þ.e. að sameina efnahagsþættina úr fjármálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu á einn stað. Meira að segja var bent á að þetta væri m.a. ein ástæðan fyrir því að ekki hefði tekist betur til að því er það varðar að koma með einhverjum hætti í veg fyrir þetta efnahagshrun, þ.e. að efnahagsmálin voru dreifð á þrjá staði. Það væri miklu skynsamlegra að hafa þetta á einum stað, að halda utan um þetta allt saman og það er eins og gerist hjá ýmsum Norðurlandanna að þetta er á einum stað.

Það var líka lagt til að Fjármálaeftirlitið yrði sameinað Seðlabanka. Það er að hluta gert — komið allt saman, allir þættirnir sem voru í viðskiptaráðuneytinu, (Forseti hringir.) fjármálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu á einn stað. Þá erum við að tala um það (Forseti hringir.) að — (Forseti hringir.) við erum líka á leiðinni að skoða þennan þátt.

En ég verð að svara síðari spurningunni hér (Forseti hringir.) á eftir því að tíminn er skammur.