137. löggjafarþing — 22. fundur,  18. júní 2009.

upplýsingar um Icesave-samningana.

[18:02]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Nú fer fram áður boðuð utandagskrárumræða um upplýsingar um Icesave-samningana. Málshefjandi er hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 3. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í um klukkustund. Málshefjandi og ráðherra hafa átta mínútur í upphafi, talsmenn annarra flokka fimm mínútur hver í fyrri umferð. Í seinni umferð hefur hver þingflokkur fjórar mínútur og málshefjandi og ráðherra fimm mínútur í lokin.