137. löggjafarþing — 22. fundur,  18. júní 2009.

kjararáð o.fl.

114. mál
[20:41]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeim ósköpum sem mér finnst það vera að fólk flýr nú úr landi af því að lífskjör hér eru ekki eins og þau hafa verið vegna þess að fólk hefur ekki atvinnu. Ég ætla ekki að gera lítið úr því. Mér finnst heldur ekki að hv. þingmaður geti sagt að byrjað sé einhvers staðar neðarlega í kerfinu þegar hæstu laun í ohf.-fyrirtækjunum eru snert. Þar er verið að koma við toppana en ekki láglaunafólk. Og hvað það varðar að ráðherrar séu tólf en ekki tíu þá vildi ég gjarnan að þeir væru sjö.