137. löggjafarþing — 23. fundur,  19. júní 2009.

endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja.

1. mál
[11:05]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Það frumvarp sem við greiðum atkvæði um við 2. umr. hefur tekið veigamiklum breytingum í meðförum hv. efnahags- og skattanefndar og ber að þakka formanni hennar, hv. þm. Helga Hjörvar, fyrir mjög góða samvinnu í nefndinni. Frumvarpið er gjörbreytt og núna felst það í því að það mikla fyrirtæki sem átti að stofna og átti að vera eignarhaldsfélag er orðið ráðgjafar- og samræmingarfélag. Það er staðreynd að fjöldi fyrirtækja í einkageiranum er kominn í eign ríkisins. Það er sú staðreynd sem menn ganga út frá og hér er verið að setja á samræmdar reglur sem tryggja gagnsæi og jafnræði skuldara, og alveg sérstaklega að þegar kemur að því að selja fyrirtæki sé þar gætt samræmis og jafnræðis. Ég segi já við þessari breytingartillögu.