137. löggjafarþing — 23. fundur,  19. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[12:39]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég óskaði eftir því við hæstv. forseta að hún mundi boða hæstv. forsætisráðherra til þingfundar til að við þingmenn gætum átt orðastað við hæstv. forsætisráðherra sem þetta mál varðar sérstaklega að mínu viti. Það er fáheyrt að hæstv. forseti skuli ekki verða við þeirri bón þingmanns um að hæstv. ráðherra skuli ekki boðaður til umræðunnar. Það er einstakt á sex ára ferli mínum hér að hæstv. forseti skuli ekki sýna þá viðleitni að boða hæstv. forsætisráðherra til þessarar umræðu. Það getur verið að hæstv. ráðherra hafi einhver lögmæt forföll en hæstv. forseti sýnir að hún er gersamlega seld undir framkvæmdarvaldið í þessari umræðu sem og öllum öðrum umræðum fyrst hún gerir ekki einu sinni tilraun til þess að boða hæstv. ráðherra á fund.