137. löggjafarþing — 23. fundur,  19. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[17:43]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef fulla trú á því að sú tillaga sem nú liggur fyrir varðandi aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum muni duga til ef peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkar verulega vexti. Vantrú mín beindist fyrst og fremst að peningastefnunni hér á landi en ekki þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin áformar að fara út í til að draga úr halla á ríkissjóði.