137. löggjafarþing — 23. fundur,  19. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[17:56]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er eins og sjálfstæðismenn hafi gleymt því að núverandi ríkisstjórn tók við brunarústum og að flestar þær aðgerðir sem við neyðumst til þess að grípa til eru neyðarráðstafanir og alls ekki í samræmi við hagfræðikenningar, m.a. Keynes sem gerir ráð fyrir að ríkisútgjöld séu aukin og álögur á fyrirtæki minnkuð á tímum samdráttar eins og við búum við í dag.

Eins og ég sagði áður eru þetta fyrst og fremst neyðarráðstafanir eftir mjög slæma efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokks og annarra flokka sem setið hafa við völd sl. 18 ár. (Gripið fram í.)