137. löggjafarþing — 24. fundur,  22. júní 2009.

vextir af Icesave.

[15:26]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Mér finnast þetta vera frekar uggvænleg tíðindi til viðbótar við það sem fram kom á fundinum, að matið sem menn legðu á þessar eignir, þ.e. ef hægt er að borga 83%, væri með verulega mikilli óvissu sem menn höfðu ekki metið. Það er því ekki einu sinni víst að það greiðist sem menn ætla að greiðist af þessum eignum og náist inn fyrir utan það að greiðsluflæðið á þessum eignum er eiginlega síðast á tímabilinu. Þetta er það sem kallað er afturskotið dæmi, þ.e. það er mjög lítið sem greiðist fyrst og flestar greiðslurnar koma síðast þannig að lánið þarf að vera tiltölulega mikið meira hlutfallslega í byrjun en í lokin, vextirnir verða því örugglega ekki lægri en þetta.