137. löggjafarþing — 26. fundur,  26. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[17:26]
Horfa

Frsm. minni hluta efh.- og skattn. (Tryggvi Þór Herbertsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það fyrsta sem mér dettur í hug er: Þeir gusa mest sem grynnst vaða. Það er annað mál.

Hvernig á að draga úr ríkisútgjöldum? Þeirri spurningu var beint til mín. 1/3 af því sem við eigum að loka á að koma frá sparnaði í opinberum rekstri og skattahækkunum, 1/3 á að koma frá breytingum á skattlagningu lífeyrissjóða og 1/3 með því að hvetja áfram atvinnulífið og stækka skattgrunnana.

Það er algjörlega ljóst að það er bara fals að segja að á næsta ári munum við taka til. Aðhaldið í stjórnsýslunni er 1,8 milljarðar af þessum 23 núna og verður 14,3 á næsta ári. Tilfærslurnar, þ.e. örorkubæturnar, fæðingarorlofið, ellilífeyririnn og það, eru 3,1 á þessu ári og 11,1 á næsta ári. Þetta er allt og sumt.

Hvað varðar lífeyrissjóðina, hver á að fjármagna okkur ef við skattleggjum þá? Núna setjum við peninga inn í lífeyrissjóðina og þeir kaupa ríkisskuldabréf sem ríkið fjármagnar sig með. Til hvers höfum við þennan millilið? Af hverju erum við ekki bara með þetta beint? Þetta eru bara einhver ruglrök.

Á einkamarkaði ganga núna 16.000–17.000 manns atvinnulaus. Hversu mörgum hefur verið sagt upp hjá hinu opinbera? Það er einkageirinn sem hefur tekið þetta allt saman á sig. Ég mun víkja aðeins aftur að smásöguskoðun um hvaðan þetta velferðarkerfi okkar er komið hérna í andsvörum.