137. löggjafarþing — 26. fundur,  26. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[20:20]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmönnum fyrir þá umfjöllun sem farið hefur fram um málið. Þetta mál er ekki óskamál neins. Hér er verið að grípa til nauðsynlegra en erfiðra ráðstafana til þess að mæta þeirri framúrkeyrslu sem verið hefur í fjármálum ríkisins og þeim aukna hallarekstri sem var umfram það sem áætlað hafði áður verið, þ.e. liðlega 20 milljarða kr. Það er óhjákvæmilegt að þar sé víða komið við og þegar svo langt er komið fram á árið eru takmarkaðir þeir þættir sem hægt er að grípa til ráðstafana vegna, en meiri hluti hv. efnahags- og skattanefndar leggur áherslu á að málið verði samþykkt við 2. umr. Það verður jafnframt tekið inn til nefndarinnar milli 2. og 3. umr. og gerðar á því tvær breytingar. Önnur þeirra lýtur að virðisaukaskattsþætti málsins og hin að Ábyrgðasjóði launa.