137. löggjafarþing — 26. fundur,  26. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[20:28]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg):

Frú forseti. Hérna erum við að samþykkja að fresta þjóðlendukröfum ríkisins sem er mikið sparnaðarmál, ekki eingöngu fyrir ríkið heldur líka fyrir landeigendur og sveitarfélög. Ég hafði fyrirvara á þessari grein, ég styð að þetta verði gert en ég hefði viljað ganga lengra, ég hefði viljað fresta svokölluðu svæði 7B þar sem búið að er að lýsa kröfum en ferlið er ekki komið af stað. Það er kominn kostnaður af hálfu ríkisins en ekki af hálfu landeigenda og sveitarfélaga hinum megin þannig að ég hefði viljað ganga lengra. Það var ekki vilji til þess í nefndinni en ég styð greinina engu að síður.