137. löggjafarþing — 28. fundur,  29. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[10:06]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Það hefur margt breyst í því frumvarpi sem hér er fjallað um. Framsóknarflokkurinn lagði fram efnahagstillögur í byrjun febrúar fyrir þáverandi ríkisstjórn. Þær efnahagstillögur eru í fullu gildi enn þá. Núverandi ríkisstjórn er sú sama og hefur haft um 130–140 daga til að nýta sér þær góðu tillögur sem þar komu fram en ákvað að gera það ekki.

Þrátt fyrir þær breytingar sem hér koma fram tel ég okkur ekki fært að styðja frumvarpið eins og það liggur fyrir.