137. löggjafarþing — 28. fundur,  29. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[10:07]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr):

Frú forseti. Borgarahreyfingin styður ekki þessa leið til að vinna okkur úr þeim vanda sem við erum í. Í stefnu Borgarahreyfingarinnar stendur skýrt og skilmerkilega að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eigi ekki að ráðskast með ríkisfjármál og við teljum að þetta frumvarp sé algerlega í anda og eftir forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Við erum alfarið á móti því að skera niður í velferðarkerfinu og við spyrjum: Er þetta ekki ríkisstjórnin sem ætlaði að standa vörð um velferðina?