137. löggjafarþing — 29. fundur,  29. júní 2009.

heimild ríkissjóðs Íslands til viðbótarlántöku á árinu 2009.

133. mál
[16:44]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Eins og ég kann þetta best og réttast þá er ástæðan nákvæmlega þessi: Þetta byggir á mismunandi hefðum eða óskum lánveitenda. Í tilviki Noregs var það þeirra ósk að þetta yrði gert svona. Þannig standa þeir almennt að málum en í hinum tilvikunum þremur óskuðu þeir eftir því að þetta yrðu lán frá ríki til ríkis. Lánin eru nákvæmlega eins, þau eru á nákvæmlega sömu kjörum og þetta kemur í raun og veru algerlega út á eitt eins og ég best skil það. Þetta er eingöngu spurning um fyrirkomulag eða form sem er valið á lánveitingunni eins og best sést á því að í tilviki Noregs er lán Seðlabankans til okkar með ábyrgð norska ríkisins og við sem lántakandi veitum Seðlabankanum ríkisábyrgð á móti láninu.