137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

fyrirkomulag umræðna um störf þingsins.

[14:10]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Nú eru þingmenn Vinstri grænna farnir að barma sér í umræðum. Öðruvísi mér áður brá, hv. þm. Árni Þór Sigurðsson.

(Forseti (ÁRJ): Um fundarstjórn.)

Það er einfaldlega þannig — um fundarstjórn forseta — að liðurinn um störf þingsins hefur verið framkvæmdur þannig að við gefum út rammann, einstakir þingmenn gefa út rammann um umfjöllunarefnið og beina svo spurningum að hv. þingmanni. Það gerði ég áðan. Ég sendi tölvupóst á hv. þm. Álfheiði Ingadóttur um skoðanir hennar á þjóðaratkvæðagreiðslum og það var einmitt það sem ég spurði út í, einmitt það. Ef Árni Þór vill breyta þessu þannig að við komum með skriflegar fyrirspurnir til (Forseti hringir.) einstakra þingmanna

(Forseti (ÁRJ): Hv. þm. Árni Þór Sigurðsson.)

þá bara breytir ríkisstjórnin því, hv. þingmaður,

(Forseti (ÁRJ): Árni Þór Sigurðsson.)

að öðrum kosti er ég sammála því, hv. þm. Árni Þór Sigurðsson,

(Forseti (ÁRJ): Tíminn er liðinn, hv. þm. Höskuldur Þórhallsson.)

— nei, það er smá eftir — (Forseti hringir.) að það megi nýta þennan tíma (Forseti hringir.) eins og fyrirspurnatíma til ráðherra og ég benti á í dag.

(Forseti (ÁRJ): Tíminn er liðinn og gott betur.)