137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

fyrirkomulag umræðna um störf þingsins.

[14:11]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Frú forseti. Ég ætla ekki að fara að hártogast við hv. þm. Höskuld Þórhallsson um þetta atriði. Ég var að benda á að ég tel að hér sé kominn upp nýr siður varðandi liðinn um störf þingsins. Hann var ekki með þessum hætti þegar hann var fyrst tekinn upp. Reyndar er þessi liður ekki gamall í þeirri mynd sem hann er í nú því að honum var breytt með þingskapalögunum 2007. Það var hugsunin að hér færu fram umræður um álitamál í samfélaginu en hann er að breytast yfir í óundirbúinn fyrirspurnatíma.

(Forseti (ÁRJ): Þetta er ekki um fundarstjórn.)

Ég er að benda á, frú forseti, að það eigi að gera breytingar á þingsköpunum hvað þetta snertir.