137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[14:46]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er mál sem við ræddum hér ítarlega og hefur verið rætt ítarlega í tengslum við frumvarp sem nýlokið hefur verið afgreiðslu á. Við getum tekið þá umræðu upp aftur eða geymt hana til haustsins ef hv. þingmaður (Gripið fram í.) vill það frekar vegna þess að ég man ekki betur en að þetta eigi að taka gildi um næstu áramót og hefst þá framkvæmdin.

Ég vil aðeins bara segja almennt um þessi skattamál að ég held að það séu verulegur hluti af hagstjórnar- og ríkisfjármálaógæfu okkar þegar skattalækkunaryfirboðin og loforðin brustu á (REÁ: Það er ekki það sem ég var að ...) í aðdraganda — ég ræð mínu máli hér, hv. þingmaður — brustu á í aðdraganda (Gripið fram í.) alþingiskosninganna 2003. Hvað gerðu menn svo? Menn lögfestu skattalækkanir langt inn í framtíðina algerlega þvert á þær horfur í efnahagsmálum sem blöstu við og menn héldu sig við vitleysuna, voru aldrei menn til að endurskoða hana.

Þegar maður lítur til baka yfir þetta tímabil sér maður það blasa við að þarna var allt gert öfugt sem hægt var að gera öfugt. Nú verðum við, (Forseti hringir.) þó að staðan sá erfið, að vinda ofan af þessu og leiðrétta kúrsinn.