137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[14:54]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Ég bið hv. þingmann að lesa ekki reifun um þetta og dæmi um það hvað tilteknar hækkanir skattstofna gefa sem ákvörðun. Það er ekki svo. Það eru rammarnir sem hafa verið settir niður, til dæmis að upp í 63 milljarða aðlögun á næsta ári gangi 28 milljarða auknar tekjur. Það er til viðbótar þeim sem nú hafa verið ákveðnar á þessu ári því að það þarf að bæta við aðlögun upp á 63 milljarða kr.

Ég vona sannarlega að sjálfstæðismenn verði með okkur í því að velta upp möguleikunum í þessum efnum. Þeir hafa gert það í einu tilviki, (Gripið fram í: Einu tilviki?) að taka að láni væntar tekjur ríkis og sveitarfélaga með því að hefja sköttun á inngreiðslum í lífeyrissjóði nú þegar. (Gripið fram í.) Það er að sjálfsögðu ekkert annað en að taka að láni væntar tekjur framtíðarinnar (Gripið fram í: Frá hverjum?) í þessum efnum, (Gripið fram í: Frá hverjum?) sem ég veit að hv. þingmenn skilja. Ég held að það sé ekki (Forseti hringir.) að öllu leyti vænleg leið satt best að segja (Gripið fram í: Ertu að útiloka hana?) frá sjónarhóli framtíðarhagsmuna ríkis og sveitarfélaga (Forseti hringir.) í landinu sem þurfa á komandi áratugum að ná niður miklum skuldum.