137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[16:30]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Nú er klukkan hálffimm. Komið hefur fram í fjölmiðlum að klukkan hálffimm standi til að halda blaðamannafund í þinghúsinu þar sem ríkisstjórnin hyggst kynna öll gögn er varða Icesave-málið. Getur það verið, frú forseti, að ekki sé búið að leggja fram gögn, þingskjöl varðandi þetta mál og ætlast sé til þess að þingmenn lesi eina ferðina enn um mikilvægustu mál sem samfélagið stendur frammi fyrir í fjölmiðlum, áður en þeir eru kynntir í þinginu?