137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[17:05]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er bara örstutt. Ég er ekki alveg sammála hv. þm. Ólöfu Nordal um að þetta sé ágætisupplýsingarit því að það vantar svo miklar upplýsingar í það að mínu viti, hv. þingmaður. Mikilvægustu upplýsingarnar sem vantar eru þær upplýsingar sem hæstv. ráðherrar fjármála og forsætis eru líklega einhvers staðar hér í húsinu að reyna að selja þjóðinni í gegnum fjölmiðla að séu allt í lagi og það eru upplýsingar út af Icesave-samningnum. Þær upplýsingar eru ekki í þessu riti, það er ekki tekið tillit til þeirra. Þetta rit er því marklaust, algjörlega marklaust.