137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[17:09]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér voru að berast spurnir af því að hæstv. fjármálaráðherra og hæstv. forsætisráðherra séu nú þegar á blaðamannafundi. Mér finnst þetta vera mikil vanvirðing við þingið og þá umræðu sem hér fer fram, þá mikilvægu umræðu um fjárreiður ríkisins og horfur næstu árin. Ég óska eftir því að hæstv. fjármálaráðherra sérstaklega verði kallaður í salinn hið snarasta og hann fylgist með umræðunni eins og ráðherrar sem leggja einstök mál fram gera að jafnaði. Verður orðið við þeirri beiðni, hæstv. forseti?

(Forseti (UBK): Forseti mun kanna hvar fjármálaráðherra er staddur og hvort hann hafi tök á að koma í salinn.)

Ég ítreka þessa ósk mína og verð að segja alveg eins og er að umræðu á Alþingi hefur ekki verið sýnd önnur eins vanvirðing og akkúrat núna.