137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

125. mál
[18:50]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að ég og hv. þingmaður séum ekki langt hvor frá annarri í þeirri skoðun að það sé mjög æskilegt að þjóðaratkvæðagreiðslur séu bindandi. En til þess þurfum við að breyta stjórnarskránni og sú nefnd sem hefur verið á vegum forsætisráðuneytisins og hefur unnið að þessu máli ásamt persónukjöri og stjórnlagaþingi, hún féllst á að lagt væri fyrir þingið frumvarp um stjórnlagaþing. Ég geri mér fulla grein fyrir að það eru skiptar skoðanir um það vegna þess að af því að okkur tókst ekki á síðasta þingi að ná því fram inn í stjórnarskrána, stjórnlagaþinginu, þá er það ekki bindandi heldur einungis ráðgefandi. Ég geri mér grein fyrir því að það er þyrnir í augum margra. En það er mjög brýnt í mínum huga og það er auðvitað skömm fyrir þingið að það skuli varla hafa tekist að breyta neinu sem máli skiptir í stjórnarskránni nema mannréttindaákvæðum frá lýðveldisstofnuninni. Það sýnir bara nauðsyn þess að það sé stjórnlagaþing sem fjalli um þessi mál og breytingar á stjórnarskránni en ekki þingið.

Varðandi spurningar hv. þingmanns um það hvað félli undir þjóðaratkvæðagreiðslu hef ég engu öðru við að bæta en því sem ég sagði áðan í fyrra andsvari mínu við hv. þm. Höskuld Þórhallsson.