137. löggjafarþing — 31. fundur,  1. júlí 2009.

fjármálaráðgjöf á landsbyggðinni.

71. mál
[14:51]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka þessa fyrirspurn og umræðuna sem hér hefur átt sér stað einmitt um þjónustu Ráðgjafarstofu heimilanna sem er gríðarlega mikilvæg og hefur gagnast vel í þeim vandræðum sem hér hafa verið.

Ég kem upp til að taka þetta mál örlítið lengra fram í tímann vegna þess að ég held að í þeirri uppstokkun sem nú eigi sér stað sé einmitt mikilvægt að við reynum að hugsa upp á nýtt þjónustu ríkis og sveitarfélaga sameiginlega út um allt land þannig að við reynum jafnvel að fá sveitarfélögin og ríkið til að sameinast um þjónustumiðstöðvar þannig að þær verði mun víðar en jafnvel hjá sýslumönnum og búum þannig á einum stað í hverju sveitarfélagi til þjónustumiðstöðvar sem taka að sér svona verkefni hvort sem þau eru tímabundin eða til lengri tíma og sinna þeirri þjónustu sem nauðsynleg er fyrir sveitarfélög og ríki. Þetta ættu sveitarfélögin að taka upp núna í samstarfi við ríkið í sambandi við alla þessa uppstokkun til að hagræða en samtímis til að efla þjónustuna á landsbyggðinni vegna þess að við getum aldrei sætt okkur við annað en að landsbyggðin sitji við sama borð og Reykvíkingar hvað varðar almenna þjónustu.