137. löggjafarþing — 32. fundur,  1. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[15:34]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég endurtek það sem ég gerði áðan að ég tel ekki að við þurfum mun meiri tíma til að vinna þetta frumvarp. Ég tel að við séum komin að mjög góðri niðurstöðu í vinnslu þessa frumvarps. Við höfum tekið við fjölmörgum ábendingum og breytingartillögum sem meiri hlutinn hefur tekið til greina í sínum tillögum sem hér liggja fyrir. Við höfum reynt að fylgja því að fara þar að tilmælum stærstu hagsmunaaðila, sem eru sveitarfélögin í landinu og Samband íslenskra sparisjóða. Mér er alveg ljóst að stofnfjáreigendur sem hafa tapað fé sínu í sparisjóðunum eru ekki mjög sáttir við það.

Ég sé að tími minn er búinn. Þetta er bara mínúta sem við höfum þannig að ég mun fá að svara þessu um muninn á stofnfé og hlutafé í seinna andsvari.