137. löggjafarþing — 32. fundur,  1. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[19:38]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hvað varðar víkjandi lán held ég að sú leið sé til skoðunar og verði til skoðunar í þeirri vinnu sem fram undan er hjá þeim aðilum sem eru núna í miðju kafi í björgunaraðgerðum til handa sparisjóðunum. Það er erfitt að útfæra þessa gólfhugmynd en ég tel að við höfum tryggt að hagsmunir stofnfjáreigenda séu tryggðir með þeim orðum sem hér hafa fallið með því nefndaráliti og ég skora á hv. þingmann að við förum saman í þá vegferð að gæta sérstaklega að því í framtíðinni að hagsmuna stofnfjáreigenda sé gætt þannig að viðskiptalegir hagsmunir sem ég hef ýjað að í ræðu minni í dag verði hafðir til hliðsjónar.